4.11.05

Sveitasæla


Hér er ég þá komin á sveitasetur mitt (og fjölskyldu minnar). Kom á þriðjudagskvöldið í langþráð vetrarfrí dætranna og allrar fjölskyldunnar. Hrútafjörður skartar sínum fegursta vetrarbúningi. Hér hefur ekki bærst hár á höfði síðan við komum. Í morgun skein sólin dálitla stund og þá var eins og gimsteinum hefði verið stráð yfir allt þegar ég gekk upp með minni kæru Ormsá. Nokkrar rjúpur voru eitthvað að sýsla við bústað Daníels en ég sá ekki eina einustu uppi í fjalli. Kannski var tófan sem ég sá slóðina eftir búin með þær. Þegar ég kom til baka fór ég í pottinn og sem ég er komin upp úr og búin að skvera mig aðeins til verður mér litið út um stofugluggann. Þar voru þá komnar nokkrar rjúpur, bara rétt si sona í garðinn. Ein settist á pallgrindverkið og ég náði mynd af henni til sannindamerkis um þennan atburð. Þess má geta að ég sá aldrei rjúpu niðri í byggð þegar ég átti hér heima. Kannski var það vegna skotgleði bænda hér sem aldrei átu rjúpu, skutu hana bara. Er til fallegri vetrarmynd en rjúpa í snæviþöktum runnum og allt glitrandi í nóvembersólinni?

Web Counter

3 Comments:

At 05 nóvember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er eins og jólakort, maður kemst bara í jólaskap, og ég sem hef aldrei einu sinni bragðað rjúpu. Mér finnst hún bara svo falleg og þrifaleg í peysufötunum sínum. Þetta hlýtur að vita á gott!

 
At 07 nóvember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Ég öfunda þig af þessari göngu hef ekki gengið upp með Ormsárgili lengi. Við fórum austur að skoða bústaði sem Baldur frændi er að flytja inn frá Noregi erum mjög hrifin nú þarf bara að sá fyrir peningatrjám! Hitti bróður þinn í Kringlunni (Sigga var að viðra hann)þetta er ótrúlegur bati og þau hress eins og venjulega. þurfum endilega að hafa frænkukvöld, kv. Elsa frænka

 
At 09 nóvember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Sæl frænka,
þá hef ég bæst í lesendahópinn. Vonandi hefur Melaferðin verið ljúf. Bestu kveðjur af handritadeild,
Reynir

 

Skrifa ummæli

<< Home