14.11.05

Túlípanafengitími

Getið þið hvað! Ég fíraði niður fjöldanum öllum af túlípanalaukum í dag. Það þarf enginn að segja mér það að er í síðasta lagi, en úr því það komu túlípanar upp af laukunum sem ég setti niður á ættaróðalinu í fyrra í byrjun nóvember með því að höggva holur með járnkarli gegnum grasið og klakann, þá er öruggt að þessir koma upp. Svo flutu með nokkrar páskaliljur og krókusar. Eitthvað af þessu ætlaði ég að setja niður á óðalinu um daginn en fann ekki járnkarlinn þar í öllum snjónum. Annars hefði ég reynt!

Eftir að þetta allt var skeð fór ég að hugsa hvað yrði gaman þegar þetta kæmi allt upp í vor, um sauðburðinn, og þá datt mér í hug að nú nálgast þessi venjulegi fengitími, þaðan er samlíkingin.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home