5.12.05

Kitl

Við Ólöf vinkona mín erum síungar og til í að taka upp dynti ungu kynslóðarinnar á Netinu. Nýlegt, þori ekki að segja það nýjasta, er kitl:

Ætla:

1. Ég ætla að lesa meira eftir Kerstin Ekman
2. Ég ætla að klára I hate Christmas, til að vega upp á jólavæmninni í mér
3. Ég ætla að vera dugleg í ræktinni áfram
4. Ég ætla norður mjög fljótlega eftir áramót
5. Ég ætla að prjóna eitthvað mjög fljótlega
6. Ég ætla að ganga á Esjuna
7. Ég ætla að læra á píanó

Get:
1. Ég get hlaupið fjandi langt
2. Ég get prjónað og heklað og föndrað
3. Ég get eldað góðan mat
4. Ég get verið helvíti kjaftfor
5. Ég get haft gaman af fallegum fötum
6. Ég get endalaust gengið um Melaland
7. Ég get verið ansi dugleg í garðinum

Get ekki:
1. Ég get ekki dýft litla fingri hvað þá meira í jökulá
2. Ég get ekki hlaupið hratt
3. Ég get ekki saumað lengur - of fjarsýn
4. Ég get ekki dansað
5. Ég get ekki komist yfir lofthræðsluna (sem ég fékk með börnunum)
6. Ég get ekki sungið
7. Ég get ekki spilað á hljóðfæri

Hitt kynið:
1. Góð rödd
2. Snyrtilegur klæðaburður
3. Húmor
4. Drift
5. Þroski
6. Vönduð sviðsframkoma
7. Almenn glæsimennska í gamla stílnum

Segi oft:
1. Nú
2. Jæja
3. Jesús minn
4. Djísöss, eins og stelpurnar mínar segja (segi líka "eins og stelpunar mínar segja")
5. ... efðasé ..
6. þá má ... fara að vara sér
7. kerlingar-t-ið (þetta er mjög einkalegt, kannski bara Ólöf og Óli sem skilja)

Web Counter

1 Comments:

At 05 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Múhaha, ég fékk líka lofthræðsluna með börnunum!

 

Skrifa ummæli

<< Home