Tilhlökkunarefni nýs árs
Þegar nýja árið skellur á manni eins og blautur ullarsokkur er um að gera að finna sér nokkur tilhlökkunarefni, jafnvel fara að huga að sumarfríinu.Hitt og þetta skemmtilegt sem mig langar til að gera á árinu:
1. Ganga fyrir Heggstaðanes í björtu veðri og horfa út eftir öllum Húnaflóa
2. Ganga á Esjuna (verið á dagskrá ca. 20 ár)
3. Fara ferð á Snæfjallaströnd - gista í Reykjanesi - ekki verra ef Didda systir og fjölskylda kæmi frá Ísafirði og yrði með
4. Ganga yfir Brandagilsháls (úr Hrútafirði yfir í Miðfjörð eða öfugt)
5. Dvelja eins og eina helgi á Hólum í Hjaltadal
6. Fagna því þegar frænkur mínar verða komnar með bústað fyrir norðan (þetta verður eins og í Karíusi og Baktusi - "...þegar við verður orðnir margir hérna..."
7. Dást að túlípönunum mínum þegar þeir koma upp í vor - ef þeir fara ekki að koma upp núna í hitanum og bleytunni.
...og margt, margt fleira...
2 Comments:
Gleðilegt ár, kæra frænka. Bestu kveðjur til allra!
Blautur sokkur, ekki segi ég nú það... gleðilegt ár!
Skrifa ummæli
<< Home