21.12.05

Óskiljanlegt verðlag - eða hvað?

Við erum alltaf að kvarta yfir verðlaginu og alltaf að berast fréttir frá löndum þar sem verð er miklu, miklu lægra á mat og öllu. Fákeppni er kennt um, og auðvitað sjóðbullandi vitlausu landbúnaðarkerfi, en ég heyri næstum aldrei talað um afgreiðslutímann sem eina orsökina. Hér er næstum alltaf opið alls staðar og núna, mánuðinn fyrir jól er ekkert "næstum", það er opið til tíu vikum saman. Kannski þetta endi með opnum verslunum allan sólarhringinn eins og "skemmtistöðum". Skýringin yrði þá eitthvað í þá veruna að þannig yrði verslunarótt fólk viðráðanlegra eins og það hét þegar næturklúbbavæðingin fór fram þarna um árið.

Það sem ég vildi sagt hafa - fattar ekki blessað fólkið að það kostar að hafa allt opið alltaf alls staðar? Þó að krakkaálfarnir sem afgreiða fái lítið kaup.

(Heimsókn mín í Kringluna í dag varð tilefni þessarar litlu hugvekju.)

Web Counter

1 Comments:

At 22 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Innilega sammála frænka.
Ég horfi yfir í Kringlunna og núna síðustu dagana eða réttara sagt á kvöldin rúmlega 10 er óslitin bílaröð sem liðast inn á Miklubrautina. Ég áttaði mig ekki fyrst á, hvað allir þessir bílar væru að gera þarna á þessum tíma en auðvitað eru allir í búðum þar til lokað er á nefið á þeim.
Jólakveðjur til fjölskyldunnar.
Ína frænka

 

Skrifa ummæli

<< Home