11.1.06

Skipulagsmál

Ég hugsa stundum um það þegar ég geng út í Nauthólsvík að hún er á snarvitlausum stað. Hún og ylströndin hefðu átt að vera miklu vestar. Þá hefði verið hægt að horfa út í fjarskann yfir sjóinn í stað þess að þurfa að hafa helvítis Kópavogshroðann ofan í augunum. En þessu er víst varla hægt að breyta héðan af (nema að moka nesoddanum bara í burtu). Svo vil ég gjarnan fá sundlaug einhvers staðar ofan í ylströndina, úr því hún er komin þarna, helst þannig að maður synti eins og á haf út. Þá yrði það líklega að vera í vestur svo að maður slyppi við að horfa upp á haugana og gámana þeirra í Kópavoginum (fyrirgefðu, Ólöf mín). Annars virðist þetta haugahugarfar loða við norðurstrendur yfirleitt, það er t.d. ekkert sérlega fallegt að horfa beint í land úr Viðey.

Ég vil líka fá skauta- og línuskautaplan einhvers staðar við Ægisíðuna. Þetta yrði svona patent, fyrir ís-skauta þegar (ef) frysti en annars fyrir línuskauta. Svo þyrfti að vera músík og falleg ljós og svona.

Er einhver þarna úti annars farinn að kunna á nýju Hringbrautina?

Web Counter

1 Comments:

At 12 janúar, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Múhaha, ég vil í fyrsta lagi fyrir hönd gámavinafélagsins koma því á framfæri að hverjum gámi hæfir staður, en ekki hæfa allir staðir gámum. Augljós sannindi. Um Kópavogsgáma gildir sama meginregla.
Í öðru lagi: Hringbrautin er helst viðfangsefni jeppa á rígnegldum dekkjum og engum heilvita manni ætlandi að leysa þá gestaþraut án staðsetningarbúnaðar um gervihnött.
Annað varða nú ekki.

 

Skrifa ummæli

<< Home