19.10.06

Hvalveiðimenn og Þyrnirós

Auður Haralds, sá ágæti og vanmetni rithöfundur, hefur oft leikið sér að því að snúa út úr ævintýraminnum. Ég man t.d. eftir persónu sem sagði e-ð á þá leið að hún hefði gifst prinsi sem því miður hefði svo breyst í frosk. Svo skrifaði hún einhvern tíma ansi fyndinn pistil um Þyrnirós og hvernig hún hlyti að hafa litið út í alvöru þegar prinsinn kom að henni hundrað ára, rykfallinni, hrukkóttri, kalkaðri, tannlausri, sköllóttri, úr barneign o.s.frv.

Skopleik í ætt við Þyrnirósarpistil Auðar mætti held ég hæglega gera úr nýhöfnum hvalveiðum Íslendinga (þ.e.a.s. Kristjáns Loftssonar). Sáuð þið gamla skipstjórann sem síðast veiddi hval fyrir tuttugu og eitthvað árum? Og allt umhverfið þarna uppi í Hvalfirði? Hefur Kristján geymt þetta dót allt og mennina með í einhverjum turni allan þennan tíma, látið það bíða til að geta tekið það fram þegar og ef? Skyldi hann líka eiga á lager fólk til að éta kjötfjöllin þegar og ef ellibelgirnir geta skutlað eitthvað? Ekki virðast útlendingar beinlínis bíða í biðröð. Ef einhverjir úr biðsalnum skyldu nú hafa hrokkið upp af eða leiðst biðin, hvar ætlar hann að fá fólk í hvalskurðardrulluna og það allt? Kannski frá Póllandi?

Web Counter

2 Comments:

At 19 október, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Mæltu ævinlega kvenna heilust, elsku Helga. Víst er Auður H. vanmetin eins og svo margt annað sem er gott á Íslandi, til dæmis náttúran og Hvalfjörðurinn og svoleiðis.
Hreinleikaímynd á borð við þá sem landinn er nú glaðbeittur að sturta niður mundi kosta skrilljónir hjá spin-doktorum og hana tæki hundrað ár (Þyrnirós) að byggja upp...

 
At 25 október, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Minn maður var einn af þeim sem haltraði með göngugrindina útá planið í Hvalfirðinu á fögrum haustdegi og fannst mikið til koma - og ég breytist úr bókara í hvalMANNAkonu á einni nóttu - búið að breyta titlinum í símaskránni. kv.Gulla frá Borðeyri

 

Skrifa ummæli

<< Home