19.2.07

Hvataferð klámstjarna

Það eru allir að tala um þetta stórhættulega klámlið sem er væntanlegt hingað í hvataferð, sem verður víst ægileg orgía, vændiskaupstefna, klámmyndagerð og ég veit ekki hvað. Það er bara eitt sem ég skil ekki í sambandi við þetta: Af hverju er klámframleiðslufólki sem gerir ekkert annað en að framleiða svoleiðis alla vikuna boðið í ferð þar sem það þarf að gera enn meira svoleiðis? Þiggur það yfirleitt svoleiðis ferð?

Ef t.d. ætti að bjóða mér í hvataferð fyrir að hafa verið dugleg að þýða allt mögulegt og prófarkalesa biblíuna og svoleiðis, þá mundi ég örugglega setja upp hundshaus ef hvataferðin fælist í því að "fá að" prófarkalesa t.d. vænan slurk af Kóraninum heila langa helgi (mér skilst reyndar að ekki veiti af að taka í gegn þá útgáfu, en það er önnur saga), eða þýða svo sem eins og 5000 orð af forritahjálp.

Þar af leiðir að ég trúi ekki öðru, ef þetta er hvataferð hjá klámliðinu, en að það fái að gera eitthvað huggulegt og saklaust eins og að skreppa í sund, á Gullfoss og Geysi, og kannski jafnvel í messu á sunnudeginum.

Web Counter

1 Comments:

At 20 febrúar, 2007, Blogger Unknown said...

Klám er lágkúrulegt fyrirbæri og gott mál að fólk er farið að sjá það meir þannig. Ég held sem betur fer að það sé ekkert voða töff í dag að vera "pro klám", allavega ekki fólk í kringum mig. Klám er lítilsvirðandi fyrir alla aðila, og við eigum að sniðganga það og allt sem því tengist eins og við getum. Það er mín skoðun allavega :) En lögin eru ekki alltaf skýr hvað svona varðar, og líklega ekki hægt að hindra lið í þessum bransa til að hittast á svona samkundu. En um að gera að yfirvöld fylgist með því sem fram fer á samkundunum og ef grunur um eitthvað ólöglegt þá á auðvitað að taka á því.
Hilsen frá Dk, Þóra frænka.

 

Skrifa ummæli

<< Home