24.1.06

Bráðnauðsynleg heimilistæki

Ég hef örlítið endurnýjað heimilisamboð að undanförnu. T.d. fékk ég mér tvö nýtískukökuform um daginn, sveigjanleg svo að kakan hreinlega líður úr þeim eða þau af henni. Svo mætti ég líklega fara að endurnýja pottana eitthvað. Uppistaðan er brúðkaupsgjafir, mér finnst þeir nýlegir, en samt eru þeir víst að verða 25 ára. (Móðir mín elskuleg er nýtin manneskja og fer vel með næstum allt en pottaböðull mikill. Hún hefur átt marga umganga. Þess ber þó að gæta að hún hefur líklega eldað mörgum sinnum meira um dagan en ég.)

Mest knýjandi þörf finn ég þó fyrir þráðlausa kjöthitamælinn sem Kalli mágur minn sagði mér frá í sumar. Hvar fær maður svoleiðis apparat?

Ekki segja mér að þetta sé álíka þarfleg græja og fótanuddtæki. Ég hlusta ekki á það.

Web Counter

1 Comments:

At 28 janúar, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Þar sem við notum þennan kostagrip okkar nú frekar lítið hér heima, höfum við ákveðið að fara með hann að Melum. Þar getur þú prófað hann og komist að því hvort þörf fyrir svona græju er brýn eða búin til eins og svo margar aðrar.
Kv.
Kalli.

 

Skrifa ummæli

<< Home