10.3.06

Hrútafjörður

Ætli ég sé ekki einn öflugasti talsmaður þessa landssvæðis á hnettinum? Er einmitt stödd þar núna, við komum í gærkvöldi og ætlum að njóta veðursældarinnar og yndisins fram á sunnudag. Hrútafjörður er auðvitað einstök sveit, t.d. málsögu- og mállýskulega. Þetta reyndi ég oft að segja Jóni Aðalsteini, sérfræðingi í vesturskaftfellskum mállýskum (booooo-ji, stiiii-ji, stjar-na og eitthvað svoleiðis). Hrútfirska mállýskan er nefnilega fyrirmynd hinnar reykvísku, það besta valið af mállýskueinkennum landsins: kv-framburður, enginn fráblástur (sem sé "linmæli"), og að sjálfsögðu engin skaftfellska - ekki heldur flámæli.

Höfum annars bara haft það náðugt, síðdegis fékk ég mér smáblund eftir dálítinn lestur í þeirri ágætu bók "Við bleikan akur", getið eftir hverja. Hengdum svo upp myndir, m.a. myndina sem er á þessari síðu og Jónasardætur hafa örugglega gaman af að sjá. Ég ætla að hafa það jafn náðugt á morgun ef ekki náðugra enda á ég það skilið eftir mikla þýðingatörn að undanförnu.

Web Counter

2 Comments:

At 11 mars, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Altaf gaman að lesa bloggið þit systir. Það Rifjast upp hjá mér gamlar minningar t.d. dúkkulísuumfjöllunin hjá þér um dagin hún var algjör snilld.Manstu eftir öllum hestunum og kindunum sem mamma klippti út fyrir okkur úr umbúðapappír svo lituðum við skepnurnar eftir okkar smekk.Hef verið að velta fyrir mér hvað litir eru mikilvægir í lífinu .Ég vona að konur fari að vakna upp og sjá að það eru allir litir fallegri en sá svarti.Er þetta kanski leið konunnar til að falla í fjöldann og fela sig vera bara eins og allar hinar.? Veit ekki ,en alltaf þótti mér gaman þegar fæddist mislitt lamb í gamla daga. Eins þykir mér gaman þegar ég sé konur í lit sem þora að vera öðruvísi og eru ekki hrædar við að aðrir taki eftir þeim. Kallarnir mættu líka hugsa sinn gang hvað þetta varðar. Gangi ykkur vel í sveitinni okkar, væri gaman að vera með ykkur. Kv. Ingunn systir

 
At 13 mars, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að hitta ykkur í gær, vona að Kalli hafi reddað vandamálinu með pottinn. Það er verst ef þú hefur ekki náð nógu góðri slökun en til bóta er að hafa kíkt í fínar bókmenntir!!!
Kv. frá Elsu frænku

 

Skrifa ummæli

<< Home