Ljós í Bláfjöllum eða hvað?
Ég gekk í ljósaskiptunum áðan eftir Ægisíðunni í austur og sá þá mikla ljósadýrð í fjöllum sem ég held að séu Bláfjöll. Ég giskaði á að þetta væru ljós á skíðasvæðinu en Óli kannast ekki við það. Þetta hafa þá verið ljós:a) frá álfabyggð,
b) af Hellisheiði, eða
c) úr einhverju fjandans nýja hverfinu þarna uppi í fjöllunum.
Sýnir kannski best í hvurs lags vitleysu skipulagið í Reykjavík er komið. Held að ég sitji heima á kjördag.
2 Comments:
Nei Helga.
Ef þú vilt breytingar þá er eins gott fyrir þig að mæta á kjörstað og sýna vilja þinn í verki.
Kveðja.
Kalli.
En hvað á ég að gera, stofna nýjan flokk? Ég get ekki sýnt vilja minn í verki á kjörstað því enginn vill gera það sem ég vil!
Skrifa ummæli
<< Home