8.3.07

Konur loka augunum - karlhelvítin glápa...

Af hverju rifjast upp fyrir mér þessa dagana allar konurnar í Kvennaklósettinu sem aldrei höfðu sofið hjá, áttu sjálfselska karla sem skildu þær ekki, þjáðust þess vegna heil ósköp en endurfæddust ef á vegi þeirra varð draumaprins sem kunni á þeim lagið? Af hverju rifjast líka upp fyrir mér þessi frægu orð: "Maður lokar bara augunum og hugsar um England"? Af hverju verður mér tíðhugsað til konunnar sem mamma þekkti fyrir norðan í gamla daga og sagt var um að henni hefði þótt jafn vont þegar sonurinn var getinn og þegar hún fæddi hann?

Það á að hafa hringt kona í Árna Böðvarsson (eða einhvern annan sem var viðriðinn Orðabók Menningarsjóðs) eftir að bókin kom út og kvartað heil ósköp yfir öllum dónaorðunum í bókinni sem hún gat romsað upp. Sá sem hún talaði hældi henni fyrir það hvað hún hefði verið nösk að finna þetta allt. Hún var fljót að kveðja.

Helvíti nösk líka, þessi sem vill kæra Fermingarpésann úr Smáralind!

Lifi Jóna Ingibjörg!

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home