Blokkablogg
Munið þið þegar allir gerðu allt sjálfir? Þegar sjálfs höndin var hollust? Konurnar voru heima og ólu upp börnin, eða leyfðu þeim að gera það sjálf, og elduðu, bökuðu, prjónuðu og saumuðu. Hvar voru karlarnir? Nú, að vinna fram á kvöld og eftir það í húsgrunninum að byggja, sjálfir. Það er svo sem óþarfi að rifja þetta upp; svo var flutt inn í húsin hurðalaus, innréttingalaus, jafnvel ómáluð. Stundum voru þau enn hálfkláruð þegar viðhald fór að verða brýnt.Nú er öldin önnur. Engum leikmanni dettur í hug að byggja sjálfur. Það gera verktakarnir. Það er líka farið að móta borgina. Nú er ekki lengur klambrað upp lágreistum húsum eftir efnum og ástæðum og séð til hvenær verður klárað. Nei, nú verður þetta að borga sig. Það verður að gjörnýta lóðirnar og koma öllu upp á sem stystum tíma. Þá er ráðið að hafa hæðirnar sem flestar svo að gróðinn verði sem mestur og rétt eins og í bankastarfseminni er best að þetta sé sem frjálsast og reglurnar sem sveigjanlegastar. Frjálsast er þetta og sveigjanlegast í Kópavogi. Þar eru komnar nokkrar nýjar blokkir í hvert skipti sem ég hætti mér inn í bæinn. Ein hálfköruð blasir við manni strax niðri í Fossvogsdalnum og ég sá ekki betur í kvöld en að önnur eins sé að rísa við hliðina. Hvar endar þetta? Þetta er subbulegt skipulag. Gunnar Birgisson er subba.
Svo keyrði ég framhjá fínu ríksibubbablokkunum við Lindargötuna áðan. Þær eru farnar að hrópa á viðhald og fólkið varla flutt inn, sem keypti til að losna við allt viðhaldsvesen næstu áratugina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home