Ostadómur
Örstuttur dómur um tvo nýja osta sem hingað bárust um síðustu helgi:Geita-brie finnst mér óskaplega góður. Áferðin er svipuð og á kúa-brie en svo er bragð sem minnir á norska seydda geitaostinn en mildara og betra. Ég kaupi hann örugglega aftur. Svo var það sauða-brie. Ég var þó nokkra stund að átta mig á hver fjandinn þetta væri - en - það var ekki um að villast - bragðið minnir á lambakjötsfitu! Líkams- og mjólkurfita sauðkindarinnar hefur sem sé svipað bragð. Þá veit maður það. En þennan ost kaupi ég ekki aftur!
2 Comments:
Gott að hafa svona formsakkara. En það er fátt ógeðslegra en lyktin af gömlum sauð - hrútalykt er ekki góð enda keypti mamma alltaf gimbur. Annars mæli ég með ær-fille úr ostabúðinni á Skólavörðustíg.
Komdu svo á mogga-blogg - það er svo gaman
Kristín Björg
Það var mjög svo langsótt, en ekki frítt við að þetta minnti á hrútabragð, einum of flókið samt að reyna að útskýra það!
Sé til með moggablogg, mér finnst mogginn svo leiðinlegur að ég fæ mig varla til þess.
Skrifa ummæli
<< Home