Pólitískt próf
Ég tók þetta próf sem á að sýna hvar maður á heima í pólitík. Útkoman:Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 6.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 10%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 18.75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: -1%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 20%
Það sem kemur mér mest á óvart er íslandshreyfingarblóðið í mér, framsóknarblóð vissi ég að rynni mér í æðum, en greinilega er það farið að þynnast. Annars staðfesti prófið nokkuð vel það sem ég þóttist vita; að ég sé einhvers konar krati með ólæknandi óbeit á sjálfstæðisflokknum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home