7.6.07

Blómatími silfurhnappsins

Nú er hefur silfurhnappurinn tekið við af túlípönum og liljum í garðinum hér á Kvisthaganum. Þetta er eitt af mínum uppáhaldsblómum. Ég tók nokkrar greinar inn í vasa í gær (sá ekki högg á vatni) og þær prýða nú ganginn þegar inn er komið. Þegar pabbi varð áttræður 15 júní 05 var hér smáveisla og þá dúkaði ég með rauða jóladúknum (það tók enginn efir neinu jóla-) og svo stráðum við Ingunn silfurhnöppum og silfurhnappablöðum yfir dúkinn og vorum líka með kúlukerta- og silfurhnappsskreytingu á borðinu. Þetta var reglulega fallegt. Bendi fólki á að kúlu- og kubbakertin eru bestu kertin á íslensku sumri því þau lýsast sjálf upp þó að lítið verði úr loganum. Falleg með hagablómum eða trjáplöntusprotum í sumarbústaðnum!

(Matseðillinn í veislunni var: Lambalæri, vel steikt, með klassísku meðlæti og ávaxtagrautur með rjóma á eftir. Þetta var svipað og hjá mömmu forðum, nema kannski meira bruðlað með rjómann. Sumum fannst grauturinn nokkuð þungur í maga en mér fannst hann mjög góður.)

Web Counter

1 Comments:

At 08 júní, 2007, Anonymous Nafnlaus said...

Jæja veislan sú hefur ekki verið neitt slor ef ég þekki ykkur systur rétt! Ég stel svo greinum suður frá (ábyggilega fullt af tilefnum) til að nota í bústaðinn, tími ekki að slíta upp lyngið. Nú er búið að girða hjá okkur, á reyndar eftir að sjá hvernig girðingin tókst hjá svilunum, en þeir þurftu að girða alveg niður í gilið og út í á. Lárus Jón sá um að girða frá horninu hjá Daníel, það var víst mjög skemmtilegur dagur hjá Eggerti og Gunnari eins og þú getur ímyndað þér.
Sjáumst svo fyrir norðan, verst að ég fer ekki fyrr en eftir viku, er bara ómöguleg ef ég kemst ekki um hverja helgi.
Bestu kveðjur í bæinn
Elsa frænka

 

Skrifa ummæli

<< Home