15.5.07

Stjórnmálafræðingar og aðrir álitsgjafar

Þið kannist við þá. Þeir verða æ meira áberandi eftir því sem nálgast kosningar og blómstra svo, rétt eins og sumar fágætar kaktustegundir, eina nótt, kosninganóttina. Reyndar eru eftirhreytur meðan stjórnarmyndunarviðræður fara fram. Með auknum aldri og þroska hef ég tekið æ betur eftir því hvað flest það sem þessir menn segja er yfirleitt ófræðilegt, oft staðreyndir sem eiga að vera hverjum manni ljósar eftir eins og fjóra til fimm vetur í grunnskóla. Sem dæmi get ég nefnt að einn lýsti því yfir, í fyrra vetur minnir mig, að rúmlega 50% væri meira en helmingur! Önnur hlið á þessu er svo hvernig fréttastofurnar matreiða "fróðleikinn". Í gær var sagt frá því í helstu fréttum að sagnfræðingur segði að fordæmi væru fyrir því að stjórnarsamstarfi hefði verið hætt með jafn nauman meirihluta og nú. Ég fiskaði hana upp af vef ruv og dæmið fyrir ykkur:

Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur, segir að stjórnarskipti hafi orðið við aðstæður eins og nú eru, fleiri en eitt fordæmi séu fyrir því að 1 þingmanns meirihluti teljist ekki nóg til að halda áfram sama flokkasamstarfi í ríkisstjórn.
Guðni nefnir að áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf hafi heldur ekki orðið þegar Viðeyjarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks náði 1 manns meirihluta. En sitji þessi stjórn Sjálfstæðiflokks og Framsóknar yrði það met.
Áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf hafi heldur ekki orðið þegar Viðeyjarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks náði 1 manns meirihluta.
(Hér lýkur tilvitnun)

Hvað verður næst? Stjórnmálafræðingur segir að Davíð Oddsson sé seðlabankastjóri. Sagnfræðingur segir að Halldór Ásgrímsson hafi verið formaður framsóknarflokksins mjöög lengi! Ólafur Þ. Harðarson telur að Jónína Bjartmars sé mjög svekkt.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home