16.7.07

Ráðherra í maganum?

Mig dreymdi í nótt að Ingibjörg Sólrún hefði kallað mig til að verða ráðherra, tryggingamála- nánar tiltekið. Óneitanlega fannst mér þetta svolítið skrítið og því vöknuðu ýmsar spurningar eins og:

Er þetta ekki misskilningur, vilduð þið ekki nöfnu mína, bæjarstjórann fyrir austan?

Hvernig get ég verið innan um alla þessa sjálfstæðismenn?

Hvernig get ég brosað á mynd með öllum þessum sjálfstæðismönnum?

Hvern andsk... veit ég um tryggingamál? (Reyndi að hugga mig við það að ég var nýbúin að prófarkalesa kennslubók í lögum um almannatryggingar)

Er til leiðinlegri málaflokkur en tryggingamál, af hverju fékk ég hann?

Er ég ekki allt of óreynd og vitlaus til að geta orðið ráðherra? (Varð þá litið á alla meðráðherrana og hugsað til fólks eins og Guðna og Valgerðar, Jónínu og fleiri, svo það gat varla passað)

Er ég líka þingmaður, og ef svo er, á ég ekki að láta það duga í bili?

Fæ ég bíl og bílstjóra, hvernig? (Draumurinn varð ekki nógu langur til að það skýrðist)

-------------

Fyrir hverju skyldi þetta vera?

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home