11.6.07

Bóndarósir


Bóndarósin sem ég tók sem rótaranga úr garði tengdamóður minnar þegar við kvöddum húsið hennar fyrir fullt og allt á nú sannkallað blómaskeið. Knúpparnir eru 14 þetta árið, sem er persónulegt met hennar. Ég veit ekki hvert Íslandsmetið er, ætli þetta nálgist það ekki. Fyrsta sumarið kom ekkert blóm en svo hefur þeim fjölgað ár frá ári. Eins og sjá má eru blómin dökkrauð og óskaplega falleg. Rétt hjá þessari er nú önnur sem við fengum í tilraunarskyni fyrir 2-3 árum, óskaplega ótótlega, í Gróðrarstöðinni Mörk, ókeypis af því fleiri voru ekki til og lítið líf í henni. Hún er nú með tvo knúppa, í fyrsta skipti. Við erum að vona að hún sé bleik, okkur sýnist knúpparnir örlítið ljósari en á hinni. Það er spennandi að sjá hvernig blómin svo verða á endanum, svolítið eins og að fá að vita hvort barnið er stelpa eða strákur. Á milli þessara systra er svo enn ein, svo ung að hún blómstrar ekki í ár, en er sannarlega efnileg og greinilega annað afbrigði en hinar tvær.

Myndin er tekin 29. júní 2002.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home