28.1.09

Laus við frjálshyggju og kannski líka þráhyggju?

Í gærkvöldi, þar sem ég gekk í nýsnævinu austur eftir Ægisíðunni stuttan kvöldgöngutúr, fann ég það, allt í einu. Já, mér var létt. Ég gerði mér sem sé allt í einu grein fyrir því að nú er ég laus við sjálfstæðisflokkinn og frjálshyggjuna og líka vonandi þráhyggjuna, eins og t.d. það að fylla allar búðir af bjór og brennivíni og leggja niður Ríkisútvarpið, eða gera heilbrigðiskerfið að enn meiri gróðavegi en það er nú þegar. Þetta var góð tilfinning, ég segi það satt.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home