30.11.05

Jólahugur

Þetta er byrjað. Ég er búin að taka nokkrar kortasyrpur. Held að það verði ekki mikið bakað í ár en er búin að kaupa mér bæði danskt og ítalskt jólablað og þar er margt sem væri gaman að búa til. Ég prófaði að klæða kramarhús með glansmyndum og það er bara ansi sætt. Svo langar mig að búa til eitthvað úr filti, rautt, hvítt og mjúkt. Ég veit að ég ætti að láta það ganga fyrir að taka til í geymslunni en hitt er bara svo miklu skemmtilegra.

Hér er svo í lokin listi sem ég byrjaði á einhvern morguninn um daginn þegar ég var á leið í ræktina:

Kerlingalegt:
Að gefa stefnuljós
Að keyra á löglegum hraða
Að vera á mátulega stórum bíl
Að koma heim úr vinnunni rúmlega 4
Að koma snemma í vinnuna

Web Counter

2 Comments:

At 01 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki að spyrja að fönduráhuganum! mér dettur þú alltaf í hug þegar ég sé heklaðar mottur. En annars veistu um einhvern úr fjölskyldunni sem er að fara norður á ættaróðalið? Hörður gleymdi utanyfirbuxunum sínum þegar hann var með Kalla í rjúpnaleiðangrinum í haust, engin rjúpa veiddist en buxurnar gleymdust! Kv. Elsa frænka

 
At 01 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Ég heiti því á hverju ári að nú skuli ég vera snemma í því í ár.
Samt sem áður stend ég frammi fyrir því að jólin koma 24. hvort sem ég verð búin að baka, þrífa og föndra allt það sem mig langar til. Ég var nú svo heppin að krækja mér í andstyggðar kvef og gat ekki hugsað mér að baka meðan rann viðstöðulaust úr nefi og augum. En laufabrauðsgerð er ákveðin um helgina í Sólheimunum og þá mæta allir og Sveinarnir í Maríubakkanum eru orðnir býsna seigir að skera út. Kveðja, Ína

 

Skrifa ummæli

<< Home