Fönn, fönn, fönn...
Þar koma að því að snjóaði svolítið í henni Reykjavík. Í sveitinni minni snjóaði svo sem aldrei nein ósköp, ekkert í líkingu við Fljótin eða á Vest- og Austfjörðum. Veturinn er eiginlega blíðasta árstíðin í Hrútafirði. Þó man ég eftir ægilegri hríð sem við pabbi lentum í einn veturinn á leiðinni úr fjárhúsunum og heim í (gamla) hús. Það var norðanátt, bálhvasst og mikil snjókoma. Við rétt grilltum í ljósin á íbúðarhúsinu og vorum næstum eins og karlarnir í Manni og konu og Pilti og stúlku og þeim sögum öllum þegar við komum heim - klakabrynja fyrir andlitinu - ef við hefðum verið með skegg hefðum við verið alveg eins.Þetta rifjaðist upp fyrir mér af því við Óli fórum í göngutúr áðan í fjúkinu - til að njóta þessa sjaldgæfa veðurs. Og svo heyrði ég í Diddu systur sem er heima hjá sér á Ísafirði - í alvöru hríð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home