20.1.06

Málvandinn

Heyrði að menn eru að blása til málsamtaka. Sumir eru "mjög uggandi um stöðu málsins" eins og oft áður og eins og oft áður er talað um "unga fólkið" í þessu sambandi. Ég sveiflast eiginlega milli ánægju og ótta. Ég skal skýra þetta aðeins nánar. Mér finnst mjög margt prentað mál, t.d. barnabækur, miklu betur þýtt, prófarkalesið og frágengið á allan hátt en fyrir svona 30-40 árum. Sumt í íslenskukennslunni í grunnskólanum er mikil framför, t.d. hvað krakkarnir eru látnir skrifa sögur og allt mögulegt í gríð og erg. Dætur mínar framleiða þessar fínu sögur á svipstundu, nokkuð sem ég hefði ekki getað á þeirra aldri þó að byssu hefði verið miðað á mig. En svo fer oft um mig "aumingjahrollur" þegar ég heyri og les það sem kemur frá krakkakvikindunum á fjölmiðlunum. Kannski er meinið það að ekki má lengur finna að, það á bara að segja "þú ert frábær". (Sú stefna létti mjög á ábyrgð kennara, í raun gat hver sem var gerst kennari.) Frábæra kynslóðin er einmitt að verða fullorðin núna.

Svo er það líka tískan - maður á að koma fyrir eins og ungur fáráðlingur fram eftir öllum aldri, sbr. Björk og fleiri.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home