Fegurð himinsins og óvænt snilld
Ef útsýni væri skattlagt í þrepum værum við hér á efri hæðinni, með horngluggann á borðstofunni í suðvestur og eldhúsgluggann í vestur, í mjög háu þrepi, einkum þá mánuði sem nú fara í hönd og haustmánuðina líka. Blóðrauð sólarlögin blasa nú við manni kvöld eftir kvöld. Ég held að ég sé orðin svolítið þreytandi því ég er síæpandi á heimilisfólkið að líta nú út og virða fyrir sér dýrðina.Í gærkvöldi fékk svo bekkur Steinu ókeypis stjörnufræðikennslu niðri á Ægisíðu og við foreldrarnir fengum að vera með. Það var mjög skemmtilegt. Þetta minnti mig reyndar á það þegar við vorum fyrir norðan fyrir ári og fórum í heita pottinn í stjörnuskininu - ég hef aldrei fengið jafnsterkt á tilfinninguna að við erum reyndar ekki ein í heiminum.
Mikið er gaman að fá að prófarkalesa snilldarverk - og það einmitt þessa dagana - ekki meira um það í bili en verður örugglega rætt hér síðar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home