22.5.07

Ingibjargarfóbía íhaldsins

Voða er það nú fyndið hvað sumum á mogganum og annars staðar í sjálfstæðisflokknum er illa við Ingibjörgu Sólrúnu. Björn Bjarnason segir að hún sé sjálfhverf - einhverrra hluta vegna datt mér í hug þetta með að kasta steini úr glerhúsi! Eða skáldsagan um það hvernig Ingibjörg gæti orðið forsætisráðherra á miðju tímabilinu! Er þetta einhver kvennafóbía, svona svipað og hommafóbía? Sumir skýra þetta með sárindunum frá því þeir misstu borgina ("sína") um árið. Það er að vissu leyti skiljanlegt, þegar hugsað er til þess hvernig þeir fengu hana aftur - steinrunninn kerfiskarl verður að reiða sig á einn yfirmáta smeðjulegan og örugglega tækifærissinnaðan framsóknarmann (sem getur hvenær sem er flúið flokkinn í feitara embætti eins og hinir ungu og efnilegu strákarnir).

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home