Minnisþjálfun
Ég veit ekki hvort um er að kenna byrjandi altzheimer, vægri geðbilun eða jafnvel ofnæmi, en ég þurfti að hugsa mig vandlega um áðan þegar þessi spurning kom upp í hugann, guð má vita hvers vegna:Hvað heitir aftur borgarstjórinn í Reykjavík:
Einhvern veginn svona hugsaði ég meðan ég var að leysa þessa þraut:
a) Þorbjörg Helga - nei, einhver önnur sem er alltaf í fýlu.
b) Þorgerður Katrín - nei, byrjar ekki á Þ, en fýlan passar nokkurn veginn, og tónninn í röddinni.
c) Inga Jóna - nei, nei, það er miklu lengra síðan hún vildi verða það, ætli hún sé ekki bara komin á góðu eftirlaunin? O, ég man hvað hún var klaufaleg þegar hún var að reyna að betla atkvæði við Sundlaug Vesturbæjar þarna um árið - leið greinilega mjög illa innan um sauðsvartan almúgann í rándýru kellingafötunum sínum, ég hefði átt að sletta einhverju "óvart" á silkið...
d) Já, þessi Ólafur ER hættur.
e) Nú er þessu alveg stolið úr mér ...
f) Þarna kom það! Hanna Birna heitir hún víst - og alltaf í fýlu, og tekst aldrei að leyna því! Af hverju heita þessar kellingar allar tveimur nöfnum?
Og svo, eftir að þrautin var leyst fer ég inn á Netið og sé að það er búið að dubba þessa forsætisráðherrafrú upp í listahátíðar-eitthvað! Enn einu sinni kemur Neró, Róm, fiðlan og bruninn upp í hugann!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home