26.9.07

Ristruflanir í Kópavogi

Þið kannist flest við þá kenningu að þá áráttu manna (=karla) að vilja reisa sem hæsta turna megi rekja til vandræða í kynlífinu. Sá vandi hlýtur að vera mjög djúpstæður hjá þeim sem ráða í Kópavogi, bæði í ljósi undanfarinna 10-15 ára og framtíðarplananna sem voru kynnt á forsíðu Blaðsins í morgun.

Þetta rifjar líka upp fyrir mér viðtal sem ég heyrði um daginn í útvarpinu við stjórnarmann í Torfusamtökunum (sonur Megasar), svona ljómandi rökfastan og málefnalegan ungan mann, sem benti ósköp hógvær á það að mörg þessi gömlu hús sem er verið að rífa sem óðast eru í raun vel byggð og samkvæmt aldagömlum og þrautreyndum hefðum en nýju húsin eru flest hroðvirknislega og illa byggð, illa teiknuð og illa úthugsuð í alla staði - ekki glæsilegur nútímaarkitektúr eins og reynt er að telja okkur trú um.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home