30.1.09

Melaheimilið um 1860

Ég vek athygli á þættinum Sagnaslóð á rás 1 um tíuleytið í dag. Þar er fjallað um Ingunni Jónsdóttur, langafasystur mína, sem á gamals aldri ritaði endurminningabrot og sagnaþætti sem komu út í tveimur bókum. Hún var afskaplega vel ritfær og rit hennar eru ekki einungis góð heimild um fyrri tíma á gullaldarmáli, heldur kemur þar víða fram holl lífsspeki sem enn er í fullu gildi. Jónas föðurbróðir minn las fyrir mörgum árum aðra eða báðar bækurnar í útvarp og gerði það vel eins og hans var von og vísa. Kannski að eitthvað af því heyrist í þættinum. Ég vona það.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home