29.3.07

Lífseig hugsun


"Ef þú hefur svo háar tekjur að þú veist ekki hvernig hægt er að eyða peningunum er ekki úr vegi að gleðja konu sína með einhverri af þessum handtöskum."

Þetta er inngangur greinar í Blaðinu í dag um dýrustu handtöskur heims. Greinin er í þeim hluta blaðsins sem er merktur "Viðskipti og fjármál" og virðist sem ekki sé gert ráð fyrir að kvenþjóðin lesi hann og ekki heldur að til sé kvenþjóð sem gæti haft ráð á að kaupa sér eitt stykki sjálf. Nema þarna sé gengið út frá því að konur séu of skynsamar til að spreða sjálfar milljón eða tveimur í eina handtösku.

(Mér finnst nú samt að Pálmadætur ættu að senda blaðinu athugasemd ef þær sæju þetta.)

Web Counter

1 Comments:

At 19 janúar, 2008, Anonymous Nafnlaus said...

Fullseint kommentað... en það er jú alltaf möguleika að greinin hafi verið ætluð forríkum lesbíum!

 

Skrifa ummæli

<< Home