19.3.07

Vitur köttur

Kisa mín er köttur þrifin eins og áður hefur komið fram hér. Hún hefur aldrei pissað út fyrir hvað þá kúkað og er afar þægileg í umgengni. Hún er líka ljónklár (sem passar vel dýri af kattarættinni). Þannig hafði hún vit á því í nótt eða morgun, þegar hún þurfti að kasta upp, að finna sér æludall eða öllu heldur dalla. Það voru skórnir mínir sem stóðu niðri í forstofu. Það var heilmikið af lítt meltum kattamat í öðrum en lítið eitt í hinum. Kannski hefur henni fundist erfitt að gera upp á milli, viljað prófa báða, eða fundist of mikið komið í þann fyrri og því haldið áfram að æla í hinn. Gólfið hefur hún greinilega ekki viljað sóða út.

Sem betur fer er ég engin pempía, ég er búin að þrífa skóna og það sér ekkert á þeim.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home