24.1.08

Nýbyggingar og hönnun

Ég átti smáerindi í Hafnarfjörð í dag. Ég fékk það staðfest sem ég vissi svo sem áður, að gamli miðbærinn í Hafnarfirði er ósköp fallegur, eða kannski "var". Því að þegar opnaðist fyrir útsýnið niður yfir Höfnina æpti ég ósjálfrátt upp yfir mig. Óli hélt að ég hefði séð bílslys eða eldsvoða eða eitthvað svoleiðis, en það var ekki alveg í þeim flokki, eiginlega "á stærri skala" eins og athafnamenn gætu orðað það. Ég hef nefnilega ekki komið í Fjörðinn síðan þeir byrjuðu á ósköpunum á hafnarbakkanum. Hvaða verktakar hafa sofið hjá hvaða bæjarstjórnarmönnum til að fá að vinna þetta voðaverk? Og eins og í viðlíka (samt varla jafn slæmum) nýlegum dæmum eru þetta fljótbyggð, ljót og örugglega léleg og ila hönnuð hús. Nógu slæmt er gettóið þeirra Hafnfiðinga hjá álverinu, en að planta niður öðru á fallegasta blettinum í bænum - ég held bara að Gunni Birgis hefði ekki einu sinni látið sér detta slíkt í hug - og vílar hann þó fátt fyrir sér í þeim efnum.

Og af því að hér var vikið að byggingar"list" og hér eru byggingarframkvæmdir í aðsigi og mikið búið að pæla í stigum að undanförnu, þá eru hér nokkrar snjallar hugmyndir. Kannski er sá fyrsti snjallastur í einfaldleika sínum.

(Það er verið að leggja drög að þriðja þætti Gamla hússins, býst við að það verði baðherbergið, verið viðbúnar með tissjúið, stelpur!)

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home